Örvitinn

Ţjófur í Sporthúsinu

ipodmini.jpg iPodinum hennar Gyđu var stoliđ í Sporthúsinu í kvöld. Hún setti hann í hliđarvasa á íţróttatöskunni sinni, töskuna setti hún í skápinn međan hún fór í sturtu. Hún lokađi skápnum en lćsti ekki.

Á međan lćddist einhver tussa í skápinn hennar og stal silfurlituđum iPod mini.

Ţar sem skápurinn var lokađur er nokkuđ ljóst ađ einhver hefur elt Gyđu inn, ţađ er afar ósennilegt ađ ţjófar gangi á alla skápana ţví alltaf er einhver traffík í klefunum. Ţađ má ţví leiđa líkum ađ ţví ađ ţetta sé stundađ í Sporthúsinu, varla er Gyđa bara svona óheppin. Ég gćti trúađ ţví ađ óprúttnir ađilar fari inn í klefana á eftir fólki međ iPod og athugi hvort ţađ lćsir skápunum. Gyđa er miđur sín, ekki oft sem hún kaupir sér grćjur.

Hvađ er ađ gerast á ţessu skeri, er siđleysiđ alveg ađ fara međ fólk? Óskaplega hefđi veriđ gott ađ hafa eftirlitsmyndavél í búningsklefanum :-)

Ég er búinn ađ reyna ađ hringja í Sporthúsiđ í kvöld til ađ athuga hvort spilarinn hafi komiđ í leitirnar en ţar er ekki svarađ í síma utan skrifstofutíma, jafnvel ţó opiđ sé á stöđinni. Ţađ finnst mér hrćđileg ţjónusta.

dagbók