Þríeinn
Ég var þunnur í gær eins og áður hefur komið fram. Settist í stofuna til að íhuga og áður en ég vissi af sat ég þar í þríriti, þunnur, þynnri, þynnstur. Sá sem er næst okkur er greinilega heilagi andinn enda fellur enginn skuggi af honum.
Ég vandaði mig semsagt ekkert alltof mikið, en kann á þetta núna, geri betur næst.
Sirrý - 29/08/05 11:45 #
Hef smá grun um að þér hafi leiðst :C)
Óli Gneisti - 29/08/05 11:54 #
Ertu með naglalakk á tánum?
Matti - 29/08/05 11:57 #
lol, nei. Þetta er blóð, afleiðingar þess að spila fótbolta. Þetta gengur í hringi, ég mer á mér tærnar, það kemur blóð undir nöglina og svo ríf ég hana af.
Már - 29/08/05 18:43 #
Svona verkefni geta verið alveg stórskemmtileg. Ég gerði fyrir nokkrum árum svona mynd fyrir konuna mína þar sem ég klippti saman 10-12 myndir af henni kringum borð. Það var dáldil vinna en útkoman var 100% sannfærandi.
Aðal fjörið er svo þegar maður lendir í að skeyta saman stórum myndum sem eru jafnvel teknar frá aðeins mismunandi sjónarhorni þannig að úr verði ein mynd sem enginn má geta séð að er samsett. Þær löngu stundir sem fara í svoleiðis jobb veltir marður stundum fyrir sér hvar mörkin liggja milli réttlætanlegrar söguskýringar og sögufölsunar.