Örvitinn

Grænt

græntÉg var ósköp latur við að taka myndir um helgina. Tók nokkrar. Þessa til hliðar tók ég vegna þess að mér þóttu litirnir flottir , sama gildir um þá næstu. Stundum er myndefnið ekkert rosalega spennandi!

Þó við værum á Geysissvæðinu fórum við aldrei út að hverunum. Maður hefur farið þangað nógu oft. Það var líka leiðindaveður í gær. Ég tók mynd af veisluborðinu í gærkvöldi, sex lambalæri og meðlæti.

Stoppuðum á Þingvöllum á heimleiðinni í dag, röltum að Öxarárfossi þar sem ég nokkrar myndir.

myndir