Örvitinn

Í strætó

Ég tók S3 á þriðju stoppustöð í Seljahverfi, var annar í vagninn. Þessi ungi maður var í vagninum og hafði annað hvort sofnað um leið og hann settist í strætó eða farið lengra en hann ætlaði sér því hann rumskaði ekki.

sofandi í strætó

Þessa mynd tók ég svo meðan ég beið eftir vagni á Miklubraut. Eflaust litið út eins og sauður þar sem ég stóð í strætóskýli og tók myndir af bílum sem brunuðu hjá :-)

strætó brunar hjá

15:30

Æfði mig líka í "panning", þ.e.a.s. að taka myndir af bílum á ferð þar sem maður hreyfir myndavélina með bílnum og reynir að ná honum skörpum en bakgrunni hreyfðum. Gekk ekkert alltof vel, þessi var skást.

bíll á ferð

myndir
Athugasemdir

Óli Gneisti - 14/09/05 11:52 #

Það gæti verið að ég hafi séð sama náunga sofandi í Strætó um daginn. Væntanlega þá í S3.

Matti - 14/09/05 15:20 #

Það virtist fara ósköp vel um hann, ég vona bara að hann hafi ekki farið marga hringi um borgina í morgun.

Binni - 14/09/05 17:40 #

Jú, þetta er assgoti gott hjá þér, finnst mér.

Matti - 14/09/05 18:05 #

Þessi er ágæt en ég náði ekki bílnum öllum í rammann. Þetta krefst æfingar, kemur flott út þegar þetta heppnast.