Örvitinn

Laugardagsboltinn byrjaður

Mætti í fyrsta sinn í laugardagsinniboltann í dag. Þetta er reyndar þriðji tíminn en ég sleppti hinum útaf meiðslum.

Helvíti fínt að byrja, maður svitnar í þessum bolta og hefur gaman að. Stundum gerast jafnvel skemmtilegir hlutir, menn ná fínu spili og skora góð mörk. Ég skoraði sigurmarkið í fyrsta leiknum með hælspyrnu af 6 metra færi, æi það er erfitt að lýsa þessu - þetta var flott :-)

Er búinn að vera í innibolta í Víkinni með vinnunni en þessi bolti í íþróttasal Kársnesskóla er allt öðruvísi, salurinn er miklu minni.

dagbók