Örvitinn

Kvennamál

Það tók mig tuttugu mínútur að kveðja Ingu Maríu á leikskólanum í morgun. Hún grét í fanginu á mér og vildi ekki fara inn. Varð ósátt heima þegar hún mátti ekki taka hettuna af úlpunni (en ekki úlpuna sjálfa) og grét alla leiðina í leikskólann. Það er alltaf jafn agalegt að skilja hana eftir skælandi. Þessi morgunn gekk semsagt ekkert alltof vel.

Ekki tókst mér að setja snúð í hárið á Kollu fyrir ballettinn í gær, móðir annarrar stelpu aðstoðaði mig (gerði snúðinn fyrir mig) eftir að hafa fylgst með mér rembast í nokkrar mínútur. Ég þarf greinilega að æfa mig betur.

fjölskyldan