Níu
Níunda sæti með 6.180 í Mannvirkjakeppninni. Er sáttur við þá útkomu. Myndin er ansi þröngt skorin vinstra megin en ástæðan fyrir því er sú að þeim megin við vitann er skýli eða skúr sem ég hélt að ekki mætti klóna í burtu.
Tók ekki þátt í keppni vikunnar, þemað þar er tækni og ég hafði nokkrar hugmyndir en gaf mér ekki tíma til að útfæra. Stefni á að taka þátt í næstu keppni, þemað þar er leiðandi línur.
sirry - 17/10/05 13:37 #
Ég gaf þér 7.
Matti - 17/10/05 14:26 #
Þegar maður sér að það er augljóslega verið að "smala" einkunnum fyrir sumar myndir finnst manni að maður ætti að fá fólk til að henda tíum á myndina sína, en það væri náttúrulega afskaplega kjánalegt.
Annars fékk ég eina tíu í þetta skipti og er afskaplega ánægður með það.
Hefur þú verið að senda inn myndir Sirrý? Hvaða notendanafn ertu með á ljósmyndakeppni?
Sirrý - 17/10/05 15:19 #
Nei ég hef ekkert verið að senda inn bara að skoða og áhvað að gefa einkunn síðast og varð þá að skrá mig inn.