Fjórða sæti aftur (Endastöðin í Birkenau)
Fjórða sætið aftur með 6.38235 í meðaleinkunn og ekki nema sex athugasemdir - hvað er málið? Fimmtán þeirra sem gáfu einkunn töldu að þessi mynd ætti að fá undir fimm. Ég skil það satt að segja ekki alveg, get þó huggað mig við að ég fékk ekki ás í þetta skipti og tíurnar voru þrjár. En hvað í andskotanum þarf ég að gera til að fá borða :-| (jú ég veit, ég þarf að hætta að banna fólki sem ég þekki að gefa mér 10!)
Mér finnst þessi mynd nokkuð góð, þó þetta sé kannski klysja, ég veit það ekki. Tók myndina í Birkenau, fór á hnén við járnbrautarteinana og smellti af. Þarna stoppuðu lestir fullar af föngum, mestmegnis gyðingum. Þeim var raðað upp og svo flokkaðir í vinnufæra og óvinnufæra. Óvinnufærir, sem voru mestmegnis konur með börn, börn og gamalmenni ásamt þeim sem voru of veiklulegir, 70% af heildarfjöldanum, fóru beint í gasklefana.
Tók þátt í næstu keppni (svipbrigði) en verð væntanlega fyrir neðan miðju þar.
AndriÞ - 31/10/05 13:32 #
Þeir sem gáfu þessari mynd undir fimm hafa það sér eitt til afsökunar að vera annað hvort blindir eða andlega vangefnir, ég meina það... Annars þá finnst mér fjórða sætið virkilega verðskuldað. En mér finnst myndirnar í þessum keppnum oft fara í kolröng sæti, t.d. þá er myndin í sjötta sæti of ofarlega, frábær og kúl hugmynd en henni er klúðrað algjörlega með því að hafa ekki alla línuna í fókus. En það er nú bara mitt álit...
Sirrý - 01/11/05 07:57 #
Mér finnst myndin þín mjög flott. og myndin sem vann fannst mér líka rosalega flott. Það er nú flott að lenda í 4 sæti af 40.
Sirrý - 01/11/05 21:49 #
Mér finnst myndin sem þú ert með í keppninni besta myndin í þeirri keppni. Vonandi færðu góða einkunn þar. Fékkst vel verðskuldaða einkunn frá mér alla vega.
Sirrý - 02/11/05 16:15 #
Mér finnst hún samt flottust einföld en segir sitt.