Örvitinn

Kolla 6 ára

Kolbrún er 6 ára í dag.

Ég og Inga María vöktum hana með afmælissöngnum. Reyndar sá ég aðallega um sönginn þanngi að barnið vaknaði ekki blíðlega :-P Bauð Kollu að velja hvar hún borðaði morgunmat og hún valdi leikskólann þannig að við vorum mætt snemma. Í kvöld fær hún svo að ákveða hvar við borðum, nú er það hlutverk okkar foreldranna að reyna að sannfæra hana um að velja eitthvað annað en McDonalds. Um helgina verða tvö afmælisboð. Á morgun mæta krakkarnir í vísdómsstarfinu auk vinafólks og á sunnudag koma ættingjar.

Við stoppuðum stutt heima en höfðum þó tíma til að taka mynd á ganginum.

Kolbrún Matthíasdóttir á 6 ára afmælisdaginn

Mér finnst eiginlega ótrúlegt að litla barnið sé orðið 6 ára, fer í skóla næsta haust. Stundum þarf maður að líta yfir myndir síðustu ára til að rifja upp að einu sinni var hún ekki svona stór.

fjölskyldan myndir
Athugasemdir

Sigga Magg - 06/01/06 11:37 #

Til hamingju með þessa yndisfríðu dóttur!

Matti - 06/01/06 13:46 #

Þakka þér :-)