Tólfta sæti af 137
Myndin mín endaði í tólfta sæti af 137 í keppninni um bestu mynd ársins 2005. Ég veit ekki hvort myndin sem ég valdi er endilega besta myndin mín, en ég er nokkuð sáttur við hana og afar sáttur við mína niðurstöðu, þetta er næst hæsta einkunn sem ég hef fengið á lmk. Aftur á móti er ég afar ósáttur við úrslit keppninnar, finnst sigurmyndin alls ekki svo merkileg og sýnist á athugasemdum að hún sé að hækka ansi mikið vegna þess að menn vita hver sendi hana inn. Mér finnst þessi mynd falla alltof vel inn í sigurmyndaklisuna. Myndin sem mér fannst best endaði í sextánda sæti. Svo virðist sem litríkar myndir falli ekki í kramið á þessum vettvangi. Myndin sem endaði í þriðja sæti fékk næstu hæstu einkunn frá mér, en aðal gagnrýnin sem hún fær er að hún sé of litrík! Ég gaf þessari níu en hún endaði í 35. sæti !
Ég tók þátt í næstu keppni, gerði nokkrar tilraunir í gærkvöldi sem misheppnuðust þannig að ég sendi inn frekar slaka mynd sem ég tók fyrr í vikunni. Er að uppskera eftir því og fæ ansi daprar einkunir, en það gerir lítið til :-)
djagger - 16/01/06 17:01 #
Fannst myndin hjá þér bara virkilega flott og með betri í keppninni. Til hamingju með góðan árangur. Kom mér á óvart hvað þessi Sigma linsa er skörp þarna hjá þér. Mælirðu með henni sem góðri telephoto linsu?
Matti - 16/01/06 17:08 #
Sigma linsan er fín og hverrar krónu virði, enda ódýr :-) Menn tala um að til að fá góða skerpu á 200-300 mm þurfi að minnka ljósop upp í svona f/11, þannig að ég hef reynt að halda mig við það.
Hún fókusar ekkert sérlega hratt, en er mjög létt og ég hef (að mínu hógværa mati) verið að fá nokkuð skemmtilegar myndir úr henni.
Ég verð samt að segja alveg eins og er, mig dauðlangar í betri telephoto linsu, sérstaklega eftir að ég prófaði notaða Sigma 70-200 2.8 linsu í Fótoval.