Örvitinn

Fermingarvers

Eru fermingarbörnin búin að velja fermingarvers? Ef ekki, þá mæli ég með fermingarversum Vantrúar.

Þetta er náttúrulega allt saman úr Biblíunni en kannski ekki alveg þessi hefðbundnu vers. T.d. efast ég um að þetta heyrist oft í fermingum hér á landi:

14:26. Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn.

Ansi held ég að þetta myndi setja skemmtilegan svip á fermingarveisluna :-)

Fermingarbarnið á mínu heimili er búið að velja einhvern standard, ég skipti mér ekkert af því.

kristni