Landakotskirkja logar
Eftir að hafa rölt um höfnina og miðbæinn í gær ókum við vestur í bæ til að sækja Áróru úr fermingarveislu Hrafnhildar vinkonu sinnar. Þegar við ókum framhjá Landakotskirkju var sólin lágt á lofti bak við hana og glóði svona skemmtilega í gegn. Ég lagði á stæðinu við kirkjuna, rölti á túnið og smellti af nokkrum myndum. Nennti ekki að grípa þrífótinn sem ég var með í bílnum, sé samt eftir því þar sem þetta var kjörið tækifæri til að taka margar myndir og skeyta saman fyrir aukna birtudýpt (dynamic range). Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.