Örvitinn

Dauð álft

Álft drapst. Ég endurtek. Álft drapst. Litlar sem engar líkur eru að fuglaflensa hafi dregið hana til dauða.

Þetta var í sjónvarpsfréttum í kvöld.

Er þetta lið ekki að grínast?

fjölmiðlar
Athugasemdir

Guðmundur D. H. - 10/04/06 21:13 #

Æj, þetta fuglaflensudót er ótrúlega hysterískt alltsaman, finnst mér.

Stundum, og jafnvel oftar, finnast mér fjölmiðlar óttalega ábyrgðarlausir í gjörðum sínum. Úr því þarf að bæta, ekki seinna en strax.

Matti - 11/04/06 08:37 #

Það er rétt hjá þér, þetta er glórulaus hystería.

Ég meina, fréttin sem ég vísa á þarna var ekkifrétt frá upphafi. Dauð álft fannst, ekkert bendir til fuglaflensu!

Það er eins og fólk haldi að fuglar hafi barasta alls ekkert drepist fyrir tíma fuglaflensunnar :-)