Örvitinn

Egg af himnum ofan

Ég hafði fyrir því að taka myndir af eggjum á laugardag, stillti myndavélinni upp á þrífót og henti svo eggi með hægri hendi en smellti af með fjarstýringu sem ég var með í vinstri hendi, en gleymdi svo að taka þátt í eggjakeppninni á ljósmyndakeppni.is. Páskarnir voru eitthvað að rugla mig, ég átti mig ekki á því að skilafrestur var til miðnættis í gær. Skiptir svosem ekki miklu máli, ég er misskilinn listamaður og hefði vafalítið endað í fjórða sæti á lmk :-)

egg af himnum ofan

myndir