Örvitinn

Helgarpabbaskýrsla

Stelpurnar vöknuđu snemma ađ venju í morgun en ég fékk ađ kúra ađeins lengur, ţćr fóru niđur ađ horfa á barnatímann. Milli níu og tíu fór ég á fćtur og gaf ţeim morgunmat. Ásmundur kom í hádegismat, kom viđ í bakaríi og verslađi brauđ.

Eftir Liverpool leikinn kíktum viđ í Kringluna, ég fór í ríkiđ og keypti hálfa hvítvín, vantađi hvítvín til ađ elda. Versluđum í Hagkaup og settumst ađ ţví loknu á kaffihúsiđ viđ Hagkaup ţar sem stelpurnar fengu kökusneiđ og trópí.

Kvöldmaturinn heppnađist vel, steiktur ţorskur eftir uppskrift úr La Primavera bókinni. Stelpurnar borđuđu ekkert sérlega vel en fúlsuđu ekkert viđ fisknum. Ég kom ţeim í rúmiđ rétt fyrir níu, brá mér í sturtu og rakađi mig. Fjárfesti í nýrri sköfu og rakvélablöđum í Hagkaup, keypti svona gillette titrararakvél fyrir morđfjár og ég er ekki frá ţví ađ raksturinn hafi heppnast vel!

Búinn ađ ganga frá eftir kvöldmatinn, setja í ţvottavél og taka úr ţurrkara. Í sjónvarpinu er ekkert ţannig ađ ég hangi á netinu í stuttbuxum og Liverpool treyju. Á netinu er nćstum ekkert.

Jćja, ég dunda mér. Fć mér einn Stella.

dagbók