Prinsessukjólar
Móðir þeirra koma færandi hendi frá London og gaf stelpunum prinsessukjóla úr Disneybúð. Fátt gleður þær meira en eitthvað svona og þær spurðu á leiðinni heim úr leikskólanum hvort þær mættu fara í kjólana. Um leið og við komum inn var hafist handa við að klæða sig og svo gengu þær um sem prinsessur.
Einhver metingur var í gangi í kvöld en pabbi þeirra harðneitaði að gera upp á milli kjólanna. Þeir voru báðir mjög fínir.
sirry - 05/05/06 09:16 #
Sammála því þeir eru báðir æðislegir og þær ekkert smá flottar í þeim. Tinna á svona bleikan og er hann mikið notaður heima þegar hún er uppáklædd prinsessa og jafn vel í afmælum og dansskólanum og svo hefur hann líka farið í leikskólan.
Már - 05/05/06 11:59 #
Snilld :-)
Sá bleiki er hugsanlega örlítið prinsessulegri (í sniðinu) en sá blái hefur aftur á móti þann kost að vera ballerínulegri og blómálfalegri ... m.ö.o. býður upp á fjölbreittari nýtingarmöguleika.
(...sjiii hvað það fer illa með karlmennskuímyndina mína að kommenta á svona færslur. ;-)