Örvitinn

Prinsessukjólar

Móðir þeirra koma færandi hendi frá London og gaf stelpunum prinsessukjóla úr Disneybúð. Fátt gleður þær meira en eitthvað svona og þær spurðu á leiðinni heim úr leikskólanum hvort þær mættu fara í kjólana. Um leið og við komum inn var hafist handa við að klæða sig og svo gengu þær um sem prinsessur.

Einhver metingur var í gangi í kvöld en pabbi þeirra harðneitaði að gera upp á milli kjólanna. Þeir voru báðir mjög fínir.

Kolla og Inga María í prinsessukjólum

fjölskyldan myndir
Athugasemdir

sirry - 05/05/06 09:16 #

Sammála því þeir eru báðir æðislegir og þær ekkert smá flottar í þeim. Tinna á svona bleikan og er hann mikið notaður heima þegar hún er uppáklædd prinsessa og jafn vel í afmælum og dansskólanum og svo hefur hann líka farið í leikskólan.

Matti - 05/05/06 09:19 #

Ég veit ekki hvort hugmyndin er að hleypa þeim mikið út úr húsi í kjólunum! :-)

Erna - 05/05/06 11:11 #

Gvuð, þær eru svo sætar! Og alveg greinilegt að það má ekki taka mynd nema sýna sárið eftir tönnina!

Már - 05/05/06 11:59 #

Snilld :-)

Sá bleiki er hugsanlega örlítið prinsessulegri (í sniðinu) en sá blái hefur aftur á móti þann kost að vera ballerínulegri og blómálfalegri ... m.ö.o. býður upp á fjölbreittari nýtingarmöguleika.

(...sjiii hvað það fer illa með karlmennskuímyndina mína að kommenta á svona færslur. ;-)

Matti - 05/05/06 14:31 #

Hehe, "alvöru karlmennska" felst í því að geta m.a. kommentað á svona færslur :-)

Ósk - 05/05/06 19:56 #

Þeir eru æðislegir! Ef ég væri ekki svona meðvituð um sjálfa mig, myndi ég strax fara að leita að alveg eins í fullorðins..

Matti - 08/05/06 02:33 #

Fyrir hönd þjóðarinnar bið ég þig að hætta þessari sjálfsmeðvitund, kaupa svona kjól og setja myndir á vefinn :-)