Örvitinn

Grill

Ég er ansi hræddur um að það verði eitthvað grillað á þessu heimili í sumar

grandhall premium 325

græjur
Athugasemdir

Sirrý - 07/06/06 19:32 #

Þetta er svaka græja :) Hlakka til að vera boðin í gott grill í sumar

Matti - 07/06/06 20:42 #

Á svölunum mínum :-)

Bjarki - 08/06/06 16:34 #

Þetta er flott, en kíktu á þetta grill

Matti - 08/06/06 18:13 #

Sýnist þetta vera svipað mínu fyrir utan að mitt er með gasprímums á öðru borðinu (les: oggulítið betra). Tja, skúffurnar eru flottar og svo fylgir tvöfalt sett af grindum með, ég er að spá í að kaupa mér auka grindur til að nota í staðin fyrir plötuna, veit ekki alveg hvernig ég á að nota hana.

Reyndar veit ég ekki heldur hvað ég á að gera við prímusinn, sé mig ekki fyrir mér mallandi sósu á grillinu, en það er aldrei að vita :)

Mummi - 09/06/06 09:58 #

Grillið mitt var einmitt að byrja að vera með leiðindi. Má gefa upp hvar þetta var keypt og hvað það kostaði? :)

Matti - 09/06/06 10:19 #

Þetta grill er frá Hagkaup, kostar þar um 70.000.- held ég, var á 100.000.- Ég fékk þetta fyrir minni pening (50k) í gegnum sambönd (starfsmenn fengu að kaupa á sérverði um daginn, ég þekki starfsmann).

Bjössi - 13/06/06 23:21 #

Ég mæli með að vera ekki með grillið upp við stofugluggann.. var að fá mann frá tryggingafélaginu til að skipta um brotna rúðu vegna of mikils hita. Er víst algengasta rúðubrotið.

Matti - 14/06/06 10:52 #

Ah, góður punktur, ég hef einmitt verið að spá í þessu. Er búinn að draga grillið dálítið frá glugganum, svo hægt sé að opna lokið til fulls, en spurning hvort það sé enn of nálægt. Tékka á þessu í kvöld.