Grill
Ég er ansi hræddur um að það verði eitthvað grillað á þessu heimili í sumar
Sirrý - 07/06/06 19:32 #
Þetta er svaka græja :) Hlakka til að vera boðin í gott grill í sumar
Bjarki - 08/06/06 16:34 #
Þetta er flott, en kíktu á þetta grill
Matti - 08/06/06 18:13 #
Sýnist þetta vera svipað mínu fyrir utan að mitt er með gasprímums á öðru borðinu (les: oggulítið betra). Tja, skúffurnar eru flottar og svo fylgir tvöfalt sett af grindum með, ég er að spá í að kaupa mér auka grindur til að nota í staðin fyrir plötuna, veit ekki alveg hvernig ég á að nota hana.
Reyndar veit ég ekki heldur hvað ég á að gera við prímusinn, sé mig ekki fyrir mér mallandi sósu á grillinu, en það er aldrei að vita :)
Mummi - 09/06/06 09:58 #
Grillið mitt var einmitt að byrja að vera með leiðindi. Má gefa upp hvar þetta var keypt og hvað það kostaði? :)
Bjössi - 13/06/06 23:21 #
Ég mæli með að vera ekki með grillið upp við stofugluggann.. var að fá mann frá tryggingafélaginu til að skipta um brotna rúðu vegna of mikils hita. Er víst algengasta rúðubrotið.