Örvitinn

Sumarfrí, en samt ekki

Er byrjaður í sumarfríi en samt ekki byrjaður. Er enn að klára verkefni sem á að vera lokið.

Eiginlega ætti ég bara að skjótast í vinnuna en ég hef þokkalegt næði í stofunni á miðhæðinni, vpn virkar vel og ég get unnið (þegar ekki er verið að endurræsa vélina sem ég er að vinna á). Stelpurnar eru niðri að horfa á vídeó. Við ætlum að kíkja út á eftir, versla í Smáralind og eitthvað þessháttar.

Ég væri alveg til í að vera kominn í alvöru sumarfrí.

dagbók