Örvitinn

Frissi fríski

Fengum í dag tilkynningu um að Kolla hafi fengið vistun á frístundaheimili í vetur. Við erum ósköp fegin í ljósi frétta af því hve illa gengur að manna frístundarheimilin.

Kolla verður semsagt á frístundaheimilinu Frissi fríski í vetur. Það styttist í að skólinn byrji. Ekki laust við að ég sé dálítið spenntur.

Uppfært: Þegar ég les yfir þetta finnst mér þetta hljóma eins og við höfum verið að koma Kollu inn á stofnun :-) Þetta er semsagt pössunin eftir skóla, dagvistun.

fjölskyldan