Örvitinn

Ţrír frakkar í hádeginu

Viđ hjónin kíktum á Ţrjá frakka í hádeginu í tilefni dagsins.

Fengum okkur hráan hval ađ japönskum siđ (1790) í forrétt. Gyđa fékk sér plokkfisk (1650) í ađalrétt og ég fékk mér steiktar gratinerađar gellur (1790) (ţessi verđlagning miđast viđ hádegiđ). Ţađ er langt síđan ég fékk mér gellur, amma á Sigló eldađi reglulega steiktar gellur međ brúnni smjörsósu í gamla daga og ţađ var eitt ţađ allra besta sem ég fékk.

Gellurnar á ţremur frökkum voru ólíkar gellunum hennar ömmu en afar góđar. Ţađ lá viđ ađ rétturinn vćri of löđrandi en ţetta slapp fyrir horn.

Hvalurinn var einstaklega góđur og Gyđa var ánćgđ međ plokkfiskinn. Ţjónustan góđ, dálítiđ ţröngt setiđ en ţađ var bara forvitnilegt ađ hlusta á viđskiptahádegisverđarhópinn á nćsta borđi.

Ég mćli međ ţremur frökkum í hádeginu, frábćr matur, góđ ţjónusta og hófleg verđlagning.

veitingahús