Örvitinn

Gyða og Inga María í berjamó

Gyða og Inga María í berjamó

Ég var að skella inn nokkrum myndum í viðbót frá síðustu helgi. Þessi var reyndar komin inn áður, en mér finnst hún flott.

myndir
Athugasemdir

djagger - 19/09/06 11:37 #

Mjög flott uppstilling og lýsing frá flassinu. Koma bara vel út dökku hornin á þessari. Með skemmtilegri myndum frá þér.

Eitt þó, mér finnst liturinn svolítið kaldur miðað hvað ég þekki úr minni D70 vél og mér reyndar finnst það um margar myndir sem ég skoða frá þér, þá aðallega húðlitirnir. Líklega er þetta nokkuð réttur húðlitur þó.

Mögulega bara minn smekkur að hafa hlýrri liti í myndunum :)

Matti - 19/09/06 13:32 #

Dökku hornin koma í vinnslu, ég bætti þeim inn þegar ég vann RAW skrána.

Þú segir nokkuð varðandi litina, ég verð að játa að ég vinn þetta nokkuð hratt og á ferðatölvuskjá. Átta mig ekki alveg á því hvort litirnir eru réttir eða ekki. Hef gert töluvert af því að poppa upp liti í landslagsmyndum (sjá t.d. þessa mynd), stundum þannig að mörgum finnst það of ýkt.

geimVEIRA - 20/09/06 13:58 #

Ég hef ekkert vit á ljósmyndun, en hef yfir 30 ára reynslu í að sjá. Mér finnst þessi poppaða mynd rosalega flott, já og bara þessar myndir yfirhöfuð mjög flottar.

Matti - 20/09/06 20:43 #

Takk fyrir það :-)