Örvitinn

Bangsinn Óliver var hér um helgina

Kolla með Óliver bangsaÁ hverjum föstudegi er dregið úr nöfnum í bekknum hennar Kollu til að velja hver fær að taka bangsann Óliver heim þá helgina. Þessa helgina var komið að Kollu og hún var afskaplega ánægð með það. Það er búið að vera aðalmálið síðustu vikur hvenær hún fái eiginlega að taka þennan bangsa með heim.

Bangsinn kemur í tösku og með honum fylgir bók. Í bókina á hvert barn að skrifa helgardagbók fyrir Óliver þar sem fram kemur hvað hann gerði þá helgina. Við skrifuðum þetta saman í kvöld og skelltum svo myndinni sem fylgir færslunni með í stærðinni 18x13cm. Það var forvitnilegt að lesa það sem aðrir krakkar höfðu sett inn, smá sýnishorn inn í þeirra tilveru. Þetta er afar vel heppnað hjá skólanum. Ég veit ekki hvort þetta er hjá öllum bekkjum eða bara hennar, Gyða veit það kannski.

Þetta var reyndar tíðindalítil helgi hjá Óliver.

fjölskyldan
Athugasemdir

Sirrý - 30/10/06 22:41 #

Arnar var með svona þegar hann var yngri mjög skemmtilegt. Í fyrra fengu þau svo bangsa frá krökkum á Ítalíu og var verkefnið gert á ensku og svo var bangsinn og bókin send aftur til Ítalíu og einnig sendu þau þangað lunda sem fór heim með krökkunum þar. Sem sagt mjög sniðugt og skemmtilegt.

Gyða - 31/10/06 08:53 #

Sniðugt að skiptast á um bangsa við annað land þá geta þau fengið innsýn í líf krakka í öðru landi frábært alveg. Þetta hefur örugglega verið rosa gaman. Gyða