Skítakuldi inni hjá okkur
Flestir ofnar á heimilinu virka lítið sem ekkert sem er dálítið bagalegt í þessum kulda. Það er ekki beinlínis auðvelt að fá pípara um þessara mundir og því hef ég reynt að gera eitthvað í málinu sjálfur með litlum árangri. Hef fiktað í pinnum, losað loft, skipt um hitastilla og aukið þrýsting á heita vatninu en ekkert gerist. Af hverju er þetta ekki einfalt?
Ég sit því við morgunverðarborðið í þykkri peysu, með húfu og hósta. Í mesta frostinu sváfu stelpurnar í flíspeysum. Þetta er orðið afar þreytandi. Lumar einhver á pípara? :-)
Óli Gneisti - 21/11/06 11:05 #
Svipuð staða hjá okkur. Veit ekkert hvað er að.
Haukur H. Þ. - 21/11/06 11:07 #
Er vandamálið ekki bara það að heitavatnsnotkunin er svo gríðarlega mikil að það næst ekki nægur þrýstingur inn í húsin?
Á mínu heimili er staðan þannig að það er vart nægilegt rennsli á heita vatninu til að vaska upp, hvað þá fara í sturtu :)
Bagalegt svo ekki sé meira sagt.