Örvitinn

Í Smáralind

Viđ kíktum í Smáralind í kvöld eftir ađ ég var búinn í innibolta. Áttum eftir ađ kaupa nokkrar gjafir. Redduđum ţví í fljótheitum, fundum fínar gjaftir handa ţeim ćttingjum sem yfirleitt er erfiđast ađ versla fyrir.

Borđuđum kvöldmat á Energia. Fengum ţar góđan mat, ég borđađi Kjúklingasalat Milano međ afar ljúffengri Mangó dressingu og Gyđa fékk sér Teriaky kjúkling. Kolla fékk samloku og Inga María pasta. Fín ţjónusta og góđur matur á sanngjörnu verđi, ţađ eina sem ég var ósáttur viđ voru reykingarnar, ţetta er alltof lítill stađur til ađ ţađ gangi upp ađ ţar sé veriđ ađ reykja. En ég ţarf ađ finna svona Mangó-dressingu, ţetta hlýtur ađ vera til í einhverjum búđum. Ég spurđi, ţau kaupa hana tilbúna frá heildsala.

Ţegar viđ gengum út af Energia rákumst viđ á Ásmund, Hörpu og stelpurnar sem voru á kaffihúsinu hinum megin viđ ganginn. Settumst hjá ţeim og spjölluđum í góđa stund međan Kolla, Inga María og Ásthildur léku sér saman.

Í Ormsson keyptum viđ eina jólagjöf og ţar prófađi ég Nintendo Wii í örstutta stund. Leikurinn sem var í tölvunni var reyndar ekkert sérlega góđur til ađ prófa stýripinnann merkilega en ţetta er forvitnileg grćja.

dagbók