Örvitinn

Jólahlaðborð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

rölt um í HúsdýragarðinumFórum í jólahlaðborð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með foreldrum mínum og systkinum í hádeginu i dag. Þetta var ósköp fínt, ágætis matur en röðin að hlaðborðinu var dálítið löng, þetta gekk samt allt vel og svo héldu Grýla og einhver jólasveinn uppi smá stemmingu fyrir krakkana. Kolla skellti sér upp á svið og söng ásamt öðrum krökkum en Inga María og Ásdís Birta þorðu ekkert nálægt þessari Grýlu.

Stelpurnar fóru í andlitsmálningu eftir matinn og svo röltum við aðeins um garðinn, meðal var farið í hestvagn og vísindaveröld skoðað gaumgæfilega.

Ég tók myndir.

dagbók