Örvitinn

Kolla í knattspyrnu

Kolla með medalíuKolla tók þátt í knattspyrnumóti í dag. Ég mætti með hana og Ingu Maríu í Digranes klukkan hálf tíu í morgun og þar vorum við til tæplega þrjú. Stelpurnar fóru í jólaboð með ömmu sinni og afa strax að verðlaunaafhendingu lokinni.

Kollu og hennar liði gekk vel og þær fengu silfur. Hún var ósköp ánægð með það. Þær voru ansi óheppnar að ná ekki gullinu því tap í síðasta leik var afar naumt en svona er þetta stundum í boltanum.

Ég tók nokkrar myndir.

fjölskyldan
Athugasemdir

sirry - 30/12/06 13:06 #

Flott hjá Kollu og hennar liði, en mikið er ég hissa að það skuli vera gull og silfur hjá svona litlum dömum Arnar er búin að vera að æfa í 5 ár handbolta og er núna í 6 flokki og það er í fyrsta sinn sem það eru gull og silfur áður snérist leikurinn um að vera með og gera sitt besta.

Matti - 30/12/06 14:40 #

Já, þetta kom mér á óvart í gær. Ég hélt þetta væri einmitt ekki gert lengur og finnst þetta alger óþarfi - frekar að vera með medalíur handa öllum krökkunum.

Sirrý - 30/12/06 16:43 #

Já einmitt frekar leiðinlegt að vera 6 ára og vera í t.d 4 sæti og fá ekkert ;C(