Örvitinn

Langþráður sigur

flugeldamyndViti menn, eftir margra ára þrautagöngu fékk ég borða á ljósmyndakeppni.is. Náði þessari ágætu flugeldamynd á gamlárskvöldi.

Einkunnin er búin að vera há frá því kosning hófs, verið rétt fyrir neðan átta. Ég var að vonast til þess í lokin að einkunn myndi skríða upp í átta en var rétt undir. Er ósköp sáttur með 7.96386. Engin verðlaun voru í boði, þetta snýst allt um heiðurinn :-P

Þess má geta að enginn vissi að ég tók þessa mynd, ég birti hana hvorki á þessum vef* né á flickr síðunni og Gyða kaus ekki :-)

*Reyndar var hún á myndasíðunni í tæpan sólarhring, þar til ég sendi hana inn í örlítið breyttri mynd í keppnina, en þegar keppnin byrjaði tók ég myndina út.

myndir
Athugasemdir

Eva Mjöll - 08/01/07 12:26 #

Til hamingju. Ég kaus nú í þessari keppni og viti menn, eina myndin sem mér fannst verðskulda 10 var þessi, hafði að vísu miklar áhyggjur af því hvort ég hefði þá gefið þinni mynd lægra en ég hefði viljað (þar sem ég vissi að þú hafðir sent mynd í keppnina en ég vissi ekki hvaða mynd þú ættir). Þú átt gullið vel skilið fyrir þessa.

Matti - 08/01/07 12:42 #

Takk takk. Ég er miklu ánægðari að fá góða einkunn frá þér þegar þú veist ekki hvaða mynd ég á :-)

sirrý - 08/01/07 19:41 #

Til hamingju með sigurinn. Ég gaf engri mynd 10 en gaf þessari 9 og ég vissi ekki að þú ættir hana. mér finnst þetta rosalega flott mynd.

Eva - 10/01/07 11:53 #

Til hamingju, þetta er glæsileg mynd.