Örvitinn

"Hann vill ekki sjást í mynd"

Í sjónvarpsfréttum segir heyrnarlaus mađur frá kynferđislegu ofbeldi sem hann varđ fyrir í ćsku og vill skiljanlega ekki sjást í mynd. Svo sýnir RÚV viđtal viđ hann ţar sem andlitiđ er í skugga en samt sést nokkuđ greinilega framan í manninn. Hver veit, kannski var skjárinn hjá ţeim sem útbjó fréttina dökkur og minn sjónvarpsskjár ljós, en ég sá vel framan í manninn og hefđi ţekkt hann um leiđ ef ég hefđi séđ hann áđur, sérstaklega ţar sem vitađ er ađ mađurinn er heyrnarlaus.

Ţetta er ófyrirgefanlegt klúđur hjá Ríkissjónvarpinu. Ţarna á fólk ađ hafa vit á ţví ađ rjúfa útsendingu.

20:02
Ég horfđi á fréttina aftur á RÚV+ uppi í stofu (ţar er lítiđ sjónvarp og adsl sjónvarpsboxiđ) og ţá sá ég ekkert framan í hann. En hér niđri í sjónvarpsstofu, ţar sem ég er međ 6-7 ára Sony sjónvarp, sá ég vel framan í manninn.

fjölmiđlar
Athugasemdir

Eyja - 13/01/07 11:30 #

Sama hér, ég sá nokkuđ vel framan í manninn og segi eins og ţú: Hefđi ég kannast viđ hann fyrir hefđi ég ábyggilega ţekkt hann af ţessari mynd.