Örvitinn

Lóð og fótboltatilþrif

Föstudagsboltinn féll niður þar sem ekki tókst að manna tímann - of mikið að gera hjá sumum. Ég skellti mér í ræktina í staðin ásamt Ingólfi og tók aðeins á lóðunum í fyrsta skipti í langan tíma. Kom við í einhverri símabúð í Síðumúla og keypti mér millistykki svo ég gæti tengt heyrnartól við símann.

Hafði þetta létt í dag, var ekki með miklar þyngdir en reyndi að taka nokkuð margar æfingar. Fæ væntanlega ekki miklar harðsperrur. Á mánudag ætla ég að taka fætur.

Meðan ég var að hita upp á hlaupabretti horfði ég á samantekt á mörkum úr enska boltanum, þar með talið bestu mörk síðasta tímabils. Ég get svo svarið það, slíkt sjónvarpsefni er fyrir mér sálrænt konfekt. Létt skokk, góð tónlist og knattspyrnutilþrif, þetta var næstum því í líkingu við það sem fólk kallar trúarlega upplifun (en er í raun bara upphrifning). Svo fór ég reyndar að spá í því hvort þetta tengdist því að ég spila töluvert af fótbolta og upplifi náttúrulega það að framkvæma eitthvað í líkingu við það sem þarna fer fram, maður skorar stundum glæsimörk og gerir annað fagurt í fótbolta sem veldur vellíðan - ætli maður geti líka fengið þessa tilfinningu án þess að hafa nokkurn tímann sparkað tuðru? Ég veit það ekki.

dagbók
Athugasemdir

Halldór E. - 09/02/07 14:24 #

Án þess að þekkja til knattspyrnu og vita hvað felst í því að sparka í bolta, þá er megnið af þessum upptalningum á tilþrifunum, "bara bull, innihaldslaust þvaður, merkingarlaust blaður".

Ég held að það sé rétt mat hjá þér!

Matti - 09/02/07 15:38 #

lol, fyrirsjáanlegur og villandi samanburður en samt nokkuð gott :-)