Örvitinn

Afmælisbarn gærdagsins og skólabarna dagsins

Kolla, Inga María og Ásdís BirtaÁróra Ósk átti afmæli í gær, orðin fimmtán ára. Hún var í bústað með vinkonum sínum og móður frá laugardegi til sunnudags. Við fórum svo á American Style í gærkvöldi.

Inga María mætti í Ölduselsskóla í fyrsta skipti í dag. Hitti kennarann sinn og bekkinn, fór með þeim í stofu og gerði ýmislegt. Á sama tíma vorum við foreldrarnir á kynningu annað árið í röð. Ég átti erfitt með að halda mér vakandi.

Ég kíkti með stelpurnar (Kollu, Ingu Maríu og Ásdísi Birtu) í bæinn í gær, þar hittum við foreldra mína og fórum með þeim á kaffihús. Ég tók nokkrar myndir.

fjölskyldan