Örvitinn

Hýr dagur

Stelpurnar fyrir göngunaMikiđ óskaplega var góđ stemming í bćnum í dag. Veđriđ yndislegt og allir í góđu skapi.

Viđ fórum ađ sjálfsögđu á Gaypride en ţetta skipti var ólíkt fyrri ţar sem nokkrir vantrúarsinnar tóku ađ sér ađ ađstođa fólk viđ ađ breyta trúfélagsskráningu. Ég var ţess vegna ekki međ stelpunum međan skrúđgangan var í gangi. Fólk tók ótrúlega vel í ađstođ okkar og margir breyttu trúfélagaskráningu sinni, lang flestir skráđu sig utan trúfélaga en nokkrir í Fríkirkjuna, Ásatrúfélagiđ og a.m.k. einn í Kaţólsku kirkjuna. Ég var nú ósköp slakur í ţessu en ađrir voru međ ţetta alveg á hreinu, sérstaklega Kári Svan. Ég ţarf ađ fara í námskeiđ í ađ ganga upp ađ fólki og bjóđa eitthvađ svona :-) Sverrir mćtti í kjól og var afskaplega glćsilegur - ţađ skortir ekki hugrekki og framfćri á ţeim bćnum.

Sátum svo í geggjuđu veđri á Arnarhól, ţvílík blíđa. Hittum Jónu Dóru, Óttar og Ásdísi Birtu ţar. Hittum svo foreldra mína viđ Red Chili seinna um daginn.

Ljósmyndari Morgunblađsins tók mynd af Áróru og Gyđu, Gyđa sagđi mér ađ hann hefđi komiđ alveg upp ađ Áróru og svo sáum viđ myndina í myndasyrpu á mbl.is

Ég skellti mér á Gaukinn klukkan fimm og sá seinni hálfleik Liverpool leiksins, hélt ađ leikurinn hćfist klukkan fimm. Fagnađi vel ţegar Gerrard skorađi sigurmarkiđ. Borgađi 700kr fyrir Stella í flösku, ţađ finnst mér helvíti mikiđ.

Ég tók nokkrar myndir, en fćrri en oft áđur ţar sem ég var upptekinn viđ annađ.

dagbók