Örvitinn

Í Kastljósi í kvöld

Ég fór í Kastljós í kvöld og ræddi um Sri Chinmoy. Stjórnendur Kastljóss höfðu samband við mig í dag og spurðu hvort ég væri til í að ræða aðeins um málið vegna frétta um að 50 alþingismenn hefðu skrifað undir áskorun um að Chinmoy fái friðarverðlaun Nóbels.

Ég reyndi að sanka að mér upplýsingum um Sri Chinmoy í dag - verð að játa að ég hef lítið nennt að spá í þessum gaur og söfnuði hans áður, þó ég hafi aðeins lesið um hann og "afrek" hans. Er þó á því eftir lestur dagsins að þetta sé költ - hversu slæmt þori ég ekki að segja um alveg strax.

Ég var dauðstressaður fyrir þáttinn en róaðist þegar ég fékk að tala :-) Held ég hafi náð að koma því á framfæri sem ég stefndi á og verið þokkalega málefnalegur. Það kom þó ekki í veg fyrir að andmælandi minn í þættinum væri afar móðgaður í lok hans og þætti illa að sér vegið. Það var alveg óvart af minni hálfu og alls ekki ætlun mín.

Nú þarf ég að ganga frá grein um Sri Chinmoy á Vantrú fyrir morgundaginn fyrst ég gat aðeins plöggað :-)

Eftir upptöku skellti ég mér á Classic Rock í Ármúla og horfði á síðustu tuttugu mínúturnar í leik Liverpool og Reading. Sá tvö síðustu mörk Liverpool og var ósköp kátur.

dagbók
Athugasemdir

Erna - 25/09/07 22:05 #

Mér finnst þáttastjórnandi hafa getað sagt manni hvað var í þessari greinagerð sem lögð var fyrir alþingismenn. Ég hafði bara ekki hugmynd um hvað verið var að tala um.

Ég var engu nær eftir þetta áhorf, heyrði hvorki rök með eða á móti sem voru sannfærandi...

Matti - 25/09/07 22:07 #

Stefán ræddi eitthvað um það í upphafi hvað var í greinargerðinni. Ég fékk að skoða hana fyrir þáttinn og þetta var bara upptalning í þessum anda, þ.e.a.s. Chinmoy hefur ferðast víða, staðið fyrir friðarhlaupum og þessháttar.

En auðvitað gengur svona umfjöllun hjá Kastljósi bara út á að stilla upp tveimur aðilum og reyna að fá þá til að deila - þetta er að mínu mati alls ekki góð leið til að kryfja nokkuð mál.

Sirrý - 26/09/07 08:06 #

Ég náði því miður ekki að hlusta á þig í gær hér var úlfatími og engin sem skildi því skilning að mömmu og pabba langaði að hlusta. En hey fannst þú bara taka þig vel út og varst voða sætur ;C) Annars það sem ég heyrði fannst mér þú koma þínu flott frá þér og fannst eins og eftir þessa athugun þína að þú vissir meira um málið en mótherji þinn sem stóð svolítið á vegna upplýsinga leysis en eins og ég segi var mikið gólað og gargað svo ég náði ekkert um hvað málið snérist

Eyja - 26/09/07 19:07 #

Fannst honum að sér vegið? Ja hérna, mér þótti þú einmitt sýna ótrúlega stillingu og vera afskaplega góður við manninn að leggjast ekki á gólfið í hláturskrampa þegar hann sagðist eiga öll ljóðin.

Eva - 28/09/07 03:56 #

Þú komst virkilega vel út en ég tek undir það með Ernu að stjórnandi þáttarins hefði getað kynnt þetta betur.

Guðrún Sæmundsdóttir - 05/10/07 16:15 #

Mér fannst þessar umræður mjög kurteislegar og gæfi lítið fyrir andmælanda þinn í pólitíkinni ef hann hefur verið miður sín eftir þessa meðferð með silkihönskunum þínum. Ein kunningjakona mín var gift jógakennara sem náði að brjóta hana svo niður andlega að hún fékk taugaáfall og er geðsjúklingur eftir þetta hjónaband. aðferðir hans gengu útá það að telja henni trú um að áran hennar væri svo skítug að ekki væri hægt að vera nálægt henni, einnig talaði hann mikið um það að sveiflutíðni orkustöðvana hans væru á mun hærra plani en hennar og annað í þessum dúr. Þetta er einhver heilaþvottur og þeir sem að koma skaddaðir útúr þessu eru svo sannfærðir um það að sökin sé hjá þeim sjálfum, þeir hafi brotið svo af sér í fyrri jarðvistum eða eitthvað svoleiðis.