Jólasveinahúfan gleymdist
 Í öllu stressinu í morgun* gleymdi ég að senda Kollu með jólasveinahúfuna.  Af hverju er ég alltaf að klúðra þessum litlu hlutum sem skipta máli?
Vonandi er hún ekki mjög svekkt.
*Gyða er í prófi í HÍ þessa stundina.
 
 
  
   
    
   
     
    Jólasveinahúfan er á morgun þegar hennar bekkur á að syngja fyrir alla hina á jólaballinu.  :-)
    
  
    
  
   
     
    Æi hvað það er gott - ég var viss um að ég hefði klúðrað deginum hennar :-)
    
  
   
    
   
     
    hvernig gekk prófið Gyða ?
    
  
   
    
   
     
    Prófið gekk bara vel.  Maður veit náttúrulega ekki hvaða punkta vantaði í svörin en ég held það hafi bara gengið vel :-)
    
  
   
    
   
     
    Gott að heyra Gyða.
Gleymdist húfan nokkuð í dag ?
    
  
    
  
   
     
    Kolla fór með jólasveinahúfu í dag.