Örvitinn

Sendiboði djöfulsins

Í langri umræðu um kristilegt siðgæði hjá Guðsteini skrifaði ég meðal annars:

Ekki láta Jón Val Jensson afvegaleiða ykkur. Hann er sendiboði djöfulsins.

(ég trúi hvorki á djöfulinn né JVJ)

Ég hefði haldið að flestir myndu sjá að það sem ég skrifa innan sviga dregur töluvert úr vægi þess sem á undan kemur. Nei, það gildir ekki um trúmenn.

Jón Valur gerist heilagur sem fyrr og skrifar:

Skoðaðu innlegg mitt kl. 10.52 og það eina sem ég segi um Matthías: "Takið ekki mark á því, þegar Matti fer að leggja mér orð í munn og meiningar í hug." Ekki er þetta nú að níða af honum skóinn, heldur er ég að frábiðja mér, að hann tali eins og honum sé frjálst að eigna mér orð og meiningar sem ekki hafa frá mér komið. En þvílíkt er stærilæti hans og ofsi, að jafnvel þetta þolir hann ekki, heldur verður sinna háþróuðu tilfinninga vegna að kalla mig "sendiboða djöfulsins"! Og þú snuprar hann ekki einu sinni!

En gerðu það fyrir mig að þurrka þetta ekki út úr þessu, kannski ég geti aukið mínar litlu tekjur með bótagreiðslu úr hans vasa að undangengnum dómi. Eða hvað er það annars, sem kallazt getur meiðyrði hér á landi, ef ekki þvílíkt orðbragð? Hvar er grensan – og hvar er strikið hjá þér, vinur?

Annars er það dálítið merkilegt, að þeir hjá Siðmennt og Vantrú eru í aðra röndina að reyna að afla sér virðingar og viðurkenningar hér á landi, en svo falla þeir, sumir hverjir a.m.k., í þann fúla pytt að ausa svívirðingum yfir trúað fólk. Hef ég þar einn Siðmenntarmann í huga og ... Matthías Ásgeirsson, sjálfan formann Vantrúar!

Einnig skrifar JVJ á bloggsíðu sína

Matthías Ásgeirsson (formann Vantrúar, sem svo viðskotaillur getur orðið í tilsvörum, að það hálfa væri nóg)

Hvað get ég sagt? Er ekki dálítið sorglegt að til sé fullorðið fólk sem trúir á djöfulinn?

Annars held ég að Jón Valur hafi aldrei orðið jafn fúll og eftir að ég mætti í Silfrið. Hann átti von á að ég yrði froðufellandi. Þetta lið heldur ósköp einfaldlega að það sé að eiga við dára sem vilja drepa allt sem gott er í heiminum!

kristni
Athugasemdir

anna benkovic - 15/02/08 10:55 #

Ég skellti nú upp úr er ég las þetta og hverflaði ekki að mér að nokkur myndi taka þetta til sín, eins og Jón Valur virðist gera?... Svo er gaman (eða sorglegt?), í framhaldi af móðgunrgirni JV að sjá viðbrögð hans og hvernig hann tekur aumingja Guðstein á sálfræðinni???...

Matti - 15/02/08 11:50 #

Jamm, JVJ er að reyna að æsa upp móðursýki í trúfólki.

Anna Benkovic - 15/02/08 14:02 #

já, og honum tekst það í hvert skipti? Trúfólk lækkar í áliti í hvert skipti, en um leið er svo átakanlegt að sjá hvernig það hlýtur að vera að misbjóða eigin skynsemi?

SG - 15/02/08 14:56 #

Getur verið að því öfgafyllri sem trúmenn verða (og öll "rök" eru þrotin) þá verði þeir alveg með ólíkindum móðgunargjarnir og þar með gersamlega húmorslausir?

Hilmar G. - 15/02/08 19:23 #

Get ég einhversstaðar séð þann þátt sem þú varst í Silfrinu Matti?

Kv.

Óskar - 15/02/08 22:15 #

Æi... það væri nú bara sætt ef hann drægi þig fyrir rétt fyrir þessi ummæli, þá fyrst yrði hann húðflettur með háði. En það er engin von til að hann hafi kjark til þess.... í stað þess stingur hann sig reglulega á þessu til að viðhalda píslarvættissáriu sem hann hefur af mikilli elju komið sér upp og grenjar svo undan.

Matti - 16/02/08 23:12 #

Linkurinn hans Hjalta virkar, ég á alltaf eftir að klippa upptökuna í tvennt og setja á youtube.

Óskar, þessi píslarvættislíking er nokkuð góð.