Örvitinn

Myndum varpað á Hallgrímskirkju

Ég sá á gemsanum mínum í morgun að Morgunblaðið eða 24 stundir var að reyna að ná í mig klukkan hálf tólf í gærkvöldi. Ætli það tengist ekki þessu máli?

Myndasýning í leyfisleysi

Óvenjuleg myndasýning vakti athygli vegfarenda í miðborginni á ellefta tímanum í gærkvöldi. Myndum og texta var varpað á turn Hallgrímskirkju í um 30 mínútur og virtist textinn innihalda ádeilu á kristna trú, að sögn vegfaranda sem átti leið hjá. M.a. var andlitsmynd varpað á framhlið turnsins en ekki er vitað hvaðan ljósið kom. Textinn, sem var á ensku, hljóðaði svo: „Hvað veist þú um álfa? Taka álfar myndir af okkur?“ Þá var í textanum spurt hví fólk tryði á guð, tryði það ekki á álfa.

Að sögn Jónönnu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju, var gjörningurinn hvorki í samráði við né með leyfi starfsmanna kirkjunnar.

Vantrú stóð ekki fyrir þessu stórgóða uppátæki. En mikið vildi ég að okkur hefði dottið þetta í hug.

Ýmislegt