U-Bahn
Við notuðum lestarkerfið í Berlín mikið. Reyndar vildi svo til að ég fór eiginlega bara í U2 lestina, eina undantekningin á því var þegar ég, Jón Magnús og Steini tókum S9 á laugardagskvöldi.
Ég stillti hópnum upp rétt áður en lestin mætti, sagði þeim að standa grafkyrr og tók svo nokkrar myndir með löngum opnunartíma.
Þetta er náttúrulega klisja, enda er ég dálítill klisjuljósmyndari.
Kristín - 22/04/08 15:21 #
Klisjur eru stundum svo ágætar. Viðföngin stóðu sig vel líka.
Matti - 23/04/08 10:33 #
Það skemmtilega við að sýna öðru fólki myndir er að stundum hjálpar það mér að sjá mínar myndir betur.
Ég tók t.d. ekki eftir því hvernig veggflísarnar koma í gegn vinstra megin á myndinni fyrr en gerð var athugasemd við það á flickr.
Fór ekki heldur að skoða skálínurnar fyrr en Kalli minntist á það.
Fín mynd hjá mér :-P