Keypti hjól
Ég kom við í Erninum á heimleiðinni og fjárfesti í reiðhjóli, TREK 7100 með brettum og standara.
Þetta er götujól eða "hybrid" með mjóum dekkjum. Ég hef lítið við fjallahjól að gera, eina mölin sem ég hjóla á er 20-30 metra kafli við undirgöngin í Elliðárdal og svo fer ég reyndar yfir smá grasblett við Seljabraut. Alveg er ég viss um að bráðlega fæ ég mikla þörf fyrir að hjóla í Heiðmörk.
Jæja, eftir helgi get ég farið að hjóla.
Hagnaðurinn - 08/05/08 22:21 #
sæll, hvað kostar svona hjól?
Walter - 08/05/08 23:36 #
Flott græja. Verður örugglega gaman að hjóla á þessu. Ég kíkkaði einmitt í Markið í vikunni en þeir áttu engin Hybrid en áttu aftur á móti ansi næs Racera. Einn var allur úr Carbon Fiber rétt um 7kg (slef)á þyngd en verðið var líka í stíl 440 þús : / Er bara að bíða eftir Racer sem ég pantaði á Hjólaspretti.
hildigunnur - 10/05/08 01:21 #
mágur minn á 600K hjól :o
Annars gáfumst við upp á racerhjólunum með mjóu dekkjunum hér fyrir nokkrum árum, var alltaf að springa. Þetta hybrid er nú væntanlega betra með það.
Til hamingju með fákinn :D
Arnold - 11/05/08 14:36 #
Ég trúi ekki að þú hafir fengið þér bretti og standara!. Það bara lúkkar engan vegin vel.
Arnold - 11/05/08 14:54 #
TAKTU BRETTIN AF!!! Mjög fallegt hjól.