Örvitinn

Sextán ára

Áróra Ósk og GyðaÁróra Ósk á afmæli og er sextán ára í dag. Nýbúin að fá einkunnir úr samræmdu prófunum og er að sækja um framhaldsskóla (fornmálabraut MR er efst á lista).

Hún var enn sofandi þegar ég hjólaði í vinnuna (seint) í morgun. Ég sagði stelpunum að fara upp og syngja fyrir hana afmælissönginn.

Í kvöld förum við út að borða á Fiskmarkaðnum, afmælisbarnið vildi sushi. Afmælisboðið verður haldið næstu helgi.

fjölskyldan