Örvitinn

Leti og dugnađur

Mikiđ hrikalega nennti ég ekki ađ hjóla í vinnuna í morgun. Var kominn hálfa leiđ út međ bíllykala í vasanum ţegar ég sneri viđ og fór í hjólagallann. Hjólađi í stuttbuxum ţó ţađ vćri smá úđi, skellti mér beint í sturtu ţegar ég kom í vinnuna og sé ekki eftir hjólaferđinni núna. Var átján mínútur á leiđinni frá Bakkaseli ađ Laugavegi 178.

Las inngang og fyrsta kafla bókarinnar End of biblical studies í gćrkvöldi. Ţađ er ţrćlmögnuđ lesning. Ég hlakka beinlínis til ađ halda áfram. Ekki vissi ég ađ ţegar séra Örn Bárđur og fleiri prestar tala um hve margt er sameiginlegt međ upphafi Sköpunarsögunnar og kenningunni um Miklahvell séu ţeir ađ stóla á ţýđingarvillur.

dagbók