Örvitinn

Góður pistill um trúleysi

Ég mæli með fyrsta pistli af þremur sem Þórdís Helgadóttur flutti í Víðsjá fyrir skömmu og við birtum á Vantrú í dag. Bráðlega birtum við einnig hina pistlana. Ef við fáum leyfi væri gaman að birta andsvar séra Gunnars Jóhannessonar sem einnig var flutt í Víðsjá. Sá pistill var dálítið skondinn að mínu mati.

Þórdís Helgadóttir fjallar um trúleysi - fyrsti pistill

Ef það er nokkur huggun ætla ég að hlífa ykkur við minni skoðun á því hvernig beri að svara leikskólabarni sem spyr hvar langamma sé núna eða á því hversu smart það hafi verið hjá Svarthöfða að bjóða sjálfum sér á prestastefnu. Mig langar að freista þess að fiska örlítið dýpra og eyða nokkrum orðum á réttlætinguna fyrir trúarviðhorfum almennt - og nokkur tengd atriði. #

efahyggja vísanir