Fjölskyldutölvulíf
Ég sit með ferðatölvuna við eldhúsborðið og ráfa á netinu. Gyða er uppi í rúmi með sína ferðatölvu. Áróra Ósk er í herberginu sínu að dunda sér í ferðatölvunni - eflaust að spjalla við vinkonur sínar. Niðri í sjónvarpsstofu eru Inga María og Kolla að dunda sér í tölvunni, að spila einhvern tölvuleik saman.
Er þetta nútíma fjölskyldulíf?
Rétt á eftir förum við öll saman út. Það er engin ástæða til að örvænta.
hildigunnur - 18/07/08 18:16 #
hehe, ég kannast við þetta, með 4 tölvur hér (3 lappa og einn turn, og svo PS2 niðri í sjónvarpsherbergi. Við erum fimm...
hildigunnur - 19/07/08 00:21 #
oooohh, þið hafið vinninginn :P Reyndar til hérna gamall GameBoy eða tveir :D
Freyr - 21/07/08 12:12 #
Fimm í fjölskyldunni hér líka, rúmlega tvær tölvur á mann. :-P
2 pc desktop, makki, linux fileserver, sjónvarpstölva, wii, 2 ps2, psp, gameboy advanced, nintendo ds
Held samt að ég sé ekki verstur... vona ég.