Stelkur á staur
Sendi þessa mynd í keppni á lmk, endaði í 41 sæti af 103. Fékk 30 einkunnir undir fimm. Mér finnst myndin ekki svo slök þó myndefnið sé kannski ekki spennandi.
Sendi líka mynd í íþróttakeppnina. Sú mynd fékk hærri einkunn þó hún sé dálítið gölluð, endaði í sjöunda sæti af 27. Ég vildi frekar hafa fylkisstelpuna hálfa inni á myndinni heldur en klippta út. Vissi samt að það yrði það sem fólk myndi setja út á.
Sigurjón - 28/07/08 01:38 #
Það er vonlaust að senda fuglamyndir í keppnir þarna. Það eru slíkir afbragðsfuglaljósmyndarar á þessum vef að maður á bara engan séns.
En þetta er fín mynd hjá þér. Ég horfði einmitt dálítið á hana í keppninni.
Sigurjón - 28/07/08 14:21 #
Þarna ertu að lenda aðeins aftur í því sem við höfum rætt um áður, það er sambandi við rauða litinn.
Hérna sérðu þína mynd ásamt minni útgáfu af sömu mynd: http://www.sigurjon.com/matti_fugl.jpg
Ég vona að ég sé með réttan profile á myndinni þannig að þú sjáir þetta svipað og ég sé.
Matti - 28/07/08 16:45 #
Sigurjón, ég sé muninn mjög greinilega á myndinni hjá þér. Takk fyrir ábendinguna.
Þetta er afleiðing af action sem ég hef notað til að minnka gulan og grænan. Ég ætla að eyða því action hér með og venja mig á að leiðrétta liti með kúrfum.
Kalli, ég er allur í skerpu og fókus líka. Ég er bara minna fyrir dodge/burn og tilbúið vignette :-)
Matti - 28/07/08 20:05 #
Ég skipti um mynd á flickr og setti inn útgáfu þar sem ég hafði dregið úr rauða litnum. Bendi á útgáfu Sigurjóns eða myndina á lmk til að sjá upphaflegu útgáfuna.
Ég segi það enn og aftur, ég þarf að læra eitthvað um litvinnslu.
Sigurjón II - 29/07/08 01:10 #
Erfitt að eiga sér nafna í umræðunni.
Það er merkilegt við þessa fuglakeppni að myndin sem sigraði er alls ekki góð. Myndirnar í öðru og þriðja sæti eru mun betri að mínu áliti, og reyndar margar fleiri.