Gorkúla?
Á rölti mínu kringum sumarbústaðalóðina á sunnudag þar sem ég kannaði ástand girðingar rakst ég á þennan afskaplega myndarlega svepp.
Mér finnst þetta óskaplega gorkúlulegur sveppur en hef ekki hugmynd um það hvort hann fellur í þann flokk. Reyndi að gúgla svarið og miðað við sumar lýsingar gæti svo verið en ég fann engar sérstaklega góðar myndir. Helst hér en þessir sveppir eru bara ekki jafn flottir!
Sigurdór - 05/08/08 01:43 #
Prufaðirðu að pota í hann eða taka upp?
Ég sá svona afskaplega svipað á Grænlandi fyrir skemmstu. Sá svona undarlegan "svepp" sem svipaði til gorkúlu. Ég lét þó vera að krukka í hann og hélt mína leið. Stuttu síðar kom konan með annan samskonar "svepp" og upplýsti mig um að þetta væri ígulker. :-)
Kannski fuglarnir fljúgi með þetta inn í land og láti falla í von um að komast í feitt?
En ég skal ekki segja um sveppinn(?) þinn. :)
hildigunnur - 05/08/08 11:26 #
Júbb, gorkúla :D