Örvitinn

Trúfélagsskráningin

Ţađ má varla talađ um annađ en ástandiđ ţessa dagana. Ég skrifađi samt smá pistil á Vantrú í dag ţar sem ég minni fólk á ađ breyta trúfélagaskráningu.

Ţađ er lykilatriđi ađ breyta trúfélagsskráningu fyrir 1. des ţví sóknargjöld nćsta árs miđa viđ trúfélagaskráningu ţann dag. Framkvćđi ţetta strax í dag, ekki fresta ákvörđuninni um einn dag ţví hann gćti orđiđ ađ mörgum mánuđum eđa árum. Takiđ vinina međ, kíkiđ í heimsókn til Ţjóđskrár í Borgartúni og fariđ svo saman út ađ borđa. #

kristni vísanir
Athugasemdir

Elías - 07/11/08 11:50 #

Einnig mćtti fara ađ huga ađ ţví hversu erfitt er ađ stofna viđurkennd trúfélög hér. Norđmenn hafa lög sem eru sambćrileg okkar lögum, en ţar eru ţau túlkuđ svo rúmt ađ hver sem er getur stofnađ hvađa trúsöfnuđ sem er og innheimt sóknargjöld.

Ég hef ađ vísu ekki reynt ađ skrá söfnuđinn sem ég er skráđur í (Kirkja Heilagrar Silvíu Nóttar) ţví mér skilst ađ ţađ yrđi vonlaus barátta, en ég sef ţó rótt á nćturnar vitandi ađ sóknargjöld mín renna til Háskólans en ekki til ţjóđkirkjunnar.

Stebbi - 07/11/08 14:54 #

Ég skal játa ađ ég er ekkert rólegur yfir ţví ađ á mig sé lagđur sérstakur skattur vegna ţess ađ ég er ekki í trúfélagi. Slík mismunun á fólki eftir trúarskođunm er eiginlega of fráleit til ađ mađur nenni ađ rćđa ţetta.

Alveg óháđ ţví hve gott málefniđ er, er ekki réttlćtanlegt ađ mínu mati ađ leggja sérstakan skatt á fólk á grunni trúarskođana ţess. Ég vćri jafn mikiđ á móti ţví ađ búddistar ţyrftu ađ borga sérstakan skatt sem fćri til krabbameinssjúkra barna. Sú stađreynd ađ sérstaki skatturinn er sama upphćđ og félagsmenn í trúfélögum borga í félagsgjald skiptir mig ekki máli heldur.

Menn geta taliđ ađ betra sé ađ háskólin fái pening en ţjóđkirkjan, og ţví mótmćli ég svosem ekki. Ég tel hins vegar ađ trúleysingjar, og fólk sem hefur trú sem ekki er viđurkennt trúfélag um á Íslandi, ćttu ekki ađ vera sáttir viđ ađ ţurfa ađ borga sérstakann skatt vegna trúarskođana sinna.

Matti - 07/11/08 14:56 #

Ég ţekki engan trúleysingja sem er sáttur viđ ţađ.