Örvitinn

Fyllerí og enn meira fyllerí

Fór á vinnufyllerí í gærkvöldi. Vorum með spurningakeppni (ég var glataður) og póker (ég var glataður). Ég stóð mig aftur á móti vel í bjórdrykkju, ölvun og pílu. Kíktum á Næsta bar og sátum þar alltof lengi. Ég gleymdi húfunni góðu í sófanum, sótti hana áðan.

Laugardagsboltinn var fínn. Eftir klukkutíma í fótbolta og góða sturtu er ég tilbúinn í vantrúarteiti kvöldsins.

Ég verð eflaust slappur fram á miðvikudag.

dagbók