Örvitinn

Staðgengill kaþólska biskupsins á Íslandi

Bls. 8 í Fréttablaðinu í dag og á Vísi

Smokkar hjálpa ekki til í baráttunni gegn alnæmi heldur gera þeir illt verra, segir staðgengill kaþólska biskupsins á Íslandi, séra Patrick Breen.

...

Spurður hvort hann væri einnig sammála þeim ummælum páfa, að smokkar gerðu illt verra, segir hann að almennt séð sé það rétt.

Þetta eru fávitar.

kristni
Athugasemdir

GH - 27/03/09 09:43 #

Ótrúlegt!

Freyr - 27/03/09 10:17 #

Þetta "illt verra" meinar að smokkanotkun ýti undir lauslæti. Mér fannst ágætt komment hjá Gissuri Sigurðssyni á Bylgunni í morgun:

"Í mínum sveitahuga þá talar maður ekki um hluti sem maður hefur ekki vit á og til að hafa vit þarf maður þekkingu og reynslu. Hvaða reynslu hefur páfinn eiginlega af kynlífi?"