Örvitinn

Inga María missti tönn

Inga María missti tönnInga María missti efri framtönn í dag. Var stödd í afmćlisveislu ađ gćđa sér á brauđstöng ţegar tönnin fór.

Ţetta hefur veriđ löng biđ, tönnin hefur veriđ laflaus í nokkrar vikur og ég hef stundum veriđ alveg viđ ađ hjálpa henni úr. En viđ ákváđum ađ bíđa.

Inga María er frekar sein miđađ viđ systur sínar sem báđar misstu efri framtennurnar fyrr en viđ erum ekki ađ spá mikiđ í ţví. Kolla var ansi tannlaus fyrir rúmum tveim árum. Nú bíđum viđ bara eftir hinni framtönninni svo skarđiđ verđi glćsilegt.

fjölskyldan