Örvitinn

Páskar eru dálítiđ klikkuđ hátíđ

Jesús Jósefsson, sonur Gvuđs (en samt Gvuđ sjálfur), var drepinn (en samt ekki drepinn) á krossinum. Ţrátt fyrir ađ vera sonur Gvuđs efađist hann skyndilega nelgdur á staur og ákallađi föđur sinni (í einni útgáfunni), hve klikkađur ţarf mađur ađ vera til ađ ákalla sjálfan sig í ţriđju persónu? Reis svo upp (hann gat aldrei drepist, Gvuđ er ekki dauđlegur) og laumađist úr hellinum (í ţremur mismunandi útgáfum*), ráfađi um lifandi dauđur ásamt fullt af fólki (sem sagđi engum frá) ţar til hann loks reis upp til himna. Ţessu fagna kristnir á páskum.

Ţađ merkilega er ađ fólk sem trúir ţessu í alvörunni er ekki vistađ á stofnun heldur fćr fjöldi fólks vinnu á stofnunum viđ ađ bođa ţetta rugl. Sturlađur leikskólaprestur reyndi ađ sannfćra dćtur mínar og önnur börn á leikskólanum ţeirra ađ páskaegg táknuđu hellinn ţar sem lík Jesús var geymt og gatiđ aftan á egginu vćri hellismuninn.

Viđ hin höldum vorhátíđ og étum páskaegg algjörlega laus viđ samviskubit útaf gamalli sombísögu. Ţađ eina sem skemmir fyrir er heilagleiki ţeirra sem halda ađ viđ séum ađ missa af hinum eina sanna anda páskanna.

crazyvsreligion.png

(mynd vćntanlega frá http://www.idrewthis.org/, séđ á reddit)

* Vantrú: Reis Jesús virkilega frá dauđum?

kristni
Athugasemdir

Valdís - 06/04/09 10:51 #

Hahaha!! Mér finnst ţetta ćđislegt međ páskaeggin og hellinn! Var ţá enginn hellismunni í gamladaga ţegar eggin voru úr tveimur eins helmingum? Breyttu framleiđendur mótunum til ađ hellirinn hefđi hellismunna svo Ésú kćmist út, frekar en til ađ ţađ vćri auđveldara ađ setja nammiđ inn? Alveg brilliant ađ búa til symbólisma í kringum eitthvađ sem er kannski 20 ára gamalt.

Birgir Baldursson - 06/04/09 10:56 #

Af hverju er ţá unginn ekki hafđur inni í egginu svo hćgt sé međ táknrćnum hćtti ađ juđa honum út um gatiđ?

Ţegar ég hlustađi á prestana hjá Jónasi Jónassyni í gćrmorgun tala um pálmasunnudaginn, flögrađi oftar en einu sinni ađ mér sú hugmynd ađ ţetta fólk sé sturlađ. Hvernig getur nokkur heilvita mađur haft ţessa snarrugluđu heimsmynd?

Eggert - 06/04/09 11:13 #

Ég man ţegar gatiđ kom á páskaeggin, ţá gerđi Spaugstofan grín ađ ţví ađ ýmislegt kynferđislegt vćri hćgt ađ gera viđ ţetta gat (man einhver eftir neytendafrömuđnum Kristjáni Ólafssyni?) - ég sé núna ađ ţar var bara venjulegt guđlast á ferđinni, notkun á egginu í kynferđislegum tilgangi er náttúrulega bara nauđgun á helgidómi kristninnar.

Matti - 06/04/09 11:21 #

Ţetta páskaeggjadćmi er einmitt skemmtilegt dćmi um örvćntingu kristinna. Ţeir eru ađ missa ţessar hátíđir úr höndunum á sér og rembast viđ ađ endurheimta ţćr. Ég lćt mér fátt um finnast. Vćri reyndar til í ađ fá ađ fćra eitthvađ af ţessum fjárans fimmtudagsfrídögum en ţađ er önnur umrćđa.

Albert - 06/04/09 11:34 #

Eftir ađ ég sá Zeitgeist heimildamyndina hćtti ég ađ trúa ekki á Biblíuna, sem er nú bara illa skrifađ tíđa- og dagatal. Nú trúi ég á egypska sólguđinn Horos og tilbiđ sólina međ ađstođ húđkrema. Á páskunum mun ég kveikja á litla UV-ljósalampanum mínum eftir ađ ég kanna hellinn í páskaegginu. Svo ađ finna tóftavarnagleraugun til ađ blindast ekki af sólardýrkun.

Matti - 06/04/09 15:01 #

Sindri hefur rétt fyrir sér, ţó ég sé feginn ađ fólk missi trúna viđ ađ horfa á ţá mynd, ţá byggir hún ekki á traustum heimildum.

Sindri, settu hornklofa <> utan um slóđir ţegar ţú skellir ţeim í athugasemd.