Örvitinn

Inga María á grein

Inga María á greinInga María situr á grein upp í Heiðmörk í dag. Hún er orðin ansi handsterk eftir fimleikaæfingar og klifrar léttilega.

Kolla aðstoðaði við myndatöku, hélt á flassinu vinstra megin fyrir framan mig. Flassinu er svo fjarstýrt frá myndavél.

Trixið er semsagt að stilla lokunarhraða á 250, ljósop þar til maður hefur undirlýst um eitt eða tvö stopp og nota svo flass til að lýsa upp forgrunninn. Ekki skemmir að hafa myndavél/skynjara sem getur náð upplýsingum úr skuggasvæðum án þess að það myndist verulegt suð. Tré í bakgrunni eru nánast horfin í skugga í óunni mynd.

myndir