Örvitinn

Kolla þriggja mánaða

Var að fletta í gegnum gamlar myndir á flakkaranum eftir að hafa tekið öryggisafrit af nýjustu myndunum. Ég tók merkilega mikið af vondum myndum í gamla daga en inn á milli eru samt nokkrar ágætar. Þessi er frá apríl 2000.

Kolla þriggja mánaða

fjölskyldan myndir
Athugasemdir

Kristinn Theódórsson - 11/05/09 11:54 #

Skemmtileg mynd.

Dóttir mín verður eins árs eftir rúma viku og er einmitt með svona ofur-sakleysisaugu sem snöggbræða hjörtu eins og ekkert sé.

Matti - 11/05/09 14:15 #

Það kemur fyrir að ég öfunda fólk af því að eiga ung börn.

Svo er ég líka af og til ósköp feginn að vera búinn með þann pakka :-)